Aðdáendur á Instagram trylltir yfir tónleikaröð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2015 22:00 Of Monsters and Men aðdáendur Instagram Tónleikaröð hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hófst fyrir viku síðan og hélt sveitin sex tónleika í fyrstu vikunni. Fyrstu tónleikarnir voru í Toronto í Kanada en sveitin hélt þaðan til Bandaríkjanna og treður þar upp í fjölmörgum borgum alveg fram í júnímánuð. Sveitin nýtur mikilla vinsælda vestanhafs og keppast aðdáendur sveitarinnar við að lofa hana á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa einnig farið fögrum orðum um tónleika sveitarinnar og er hún sögð vera í feiknaformi.Töfrar í loftinu Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þá tónleika sem sveitin hefur haldið. Í umsögn miðilsins Blare Magazine kemur fram að svo virðist sem töfrar hafi verið í loftinu á meðan sveitin lék fyrir tónleikagesti. Uppistaða tónleikanna á ferðalaginu eru lög af nýrri plötu Of Monsters and Men, sem ber titilinn Beneath the Skin og kemur út í júní. „Áhorfendur, sem voru eins konar tilraunadýr fyrir nýtt efni sveitarinnar, elskuðu hverja einustu stund. Í lok hvers lags fögnuðu þeir af miklum krafti og roðnuðu hljómsveitarmeðlimir vegna þess hve vel áhorfendur tóku í nýju lögin,“ segir blaðamaður miðilsins Live in Limbo, um tónleika sveitarinnar í Toronto fyrir viku. Hann segir sviðsmyndina hafa verið frábæra og að nýju lög sveitarinnar hafi hljómað ótrúlega vel.Líkir Arnari við Phil Collins Blaðamaður Live in Limbo fór af mikilli nákvæmni yfir tónleika sveitarinnar. Hann segir til að mynda frá því þegar Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona bað áhorfendur um að standa upp í lok eins lagsins. Áhorfendur tóku Nönnu á orðinu og enginn sat í kjölfar orða hennar. Blaðamaðurinn hrósaði Arnari Róenkranz Hilmarssyni í hástert. Hann líkir stíl Arnars við trommarann fræga, Phil Collins, sem er líklega þekktastur sem meðlimur sveitarinnar Genesis. En að mati blaðamannsins stóð Ragnhildur Gunnarsdóttir upp úr. Fjölhæfni Ragnhildar vakti mikla athygli blaðamanns en hún lék á fjögur hljóðfæri og söng bakraddir á tónleikunum.Æstir aðdáendur Á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Twitter má vel skynja aðdáun margra á sveitinni íslensku. Þegar nafn sveitarinnar er slegið inn í leitarvélar samfélagsmiðlanna sést aragarúi of lofi frá æstum aðdáendum. Undanfarna viku hafa á bilinu fimm hundruð til eitt þúsund tíst birst daglega um sveitina á Twitter. Tísti um sveitina hefur fjölgað talsvert frá því að tónleikaferðalagið hófst. Vinsældir sveitarinnar á Instagram eru síst minni. Þar birtast hundruð mynda og myndbanda daglega sem merkt eru sveitinni. Flestar myndanna og myndbandanna eru af tónleikum sveitarinnar og er ljóst að hún nýtur mikillar hylli og að aðdáendur eru ákaflega sáttir með frammistöðu Of Monsters and Men. Tónlist Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónleikaröð hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hófst fyrir viku síðan og hélt sveitin sex tónleika í fyrstu vikunni. Fyrstu tónleikarnir voru í Toronto í Kanada en sveitin hélt þaðan til Bandaríkjanna og treður þar upp í fjölmörgum borgum alveg fram í júnímánuð. Sveitin nýtur mikilla vinsælda vestanhafs og keppast aðdáendur sveitarinnar við að lofa hana á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa einnig farið fögrum orðum um tónleika sveitarinnar og er hún sögð vera í feiknaformi.Töfrar í loftinu Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þá tónleika sem sveitin hefur haldið. Í umsögn miðilsins Blare Magazine kemur fram að svo virðist sem töfrar hafi verið í loftinu á meðan sveitin lék fyrir tónleikagesti. Uppistaða tónleikanna á ferðalaginu eru lög af nýrri plötu Of Monsters and Men, sem ber titilinn Beneath the Skin og kemur út í júní. „Áhorfendur, sem voru eins konar tilraunadýr fyrir nýtt efni sveitarinnar, elskuðu hverja einustu stund. Í lok hvers lags fögnuðu þeir af miklum krafti og roðnuðu hljómsveitarmeðlimir vegna þess hve vel áhorfendur tóku í nýju lögin,“ segir blaðamaður miðilsins Live in Limbo, um tónleika sveitarinnar í Toronto fyrir viku. Hann segir sviðsmyndina hafa verið frábæra og að nýju lög sveitarinnar hafi hljómað ótrúlega vel.Líkir Arnari við Phil Collins Blaðamaður Live in Limbo fór af mikilli nákvæmni yfir tónleika sveitarinnar. Hann segir til að mynda frá því þegar Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona bað áhorfendur um að standa upp í lok eins lagsins. Áhorfendur tóku Nönnu á orðinu og enginn sat í kjölfar orða hennar. Blaðamaðurinn hrósaði Arnari Róenkranz Hilmarssyni í hástert. Hann líkir stíl Arnars við trommarann fræga, Phil Collins, sem er líklega þekktastur sem meðlimur sveitarinnar Genesis. En að mati blaðamannsins stóð Ragnhildur Gunnarsdóttir upp úr. Fjölhæfni Ragnhildar vakti mikla athygli blaðamanns en hún lék á fjögur hljóðfæri og söng bakraddir á tónleikunum.Æstir aðdáendur Á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Twitter má vel skynja aðdáun margra á sveitinni íslensku. Þegar nafn sveitarinnar er slegið inn í leitarvélar samfélagsmiðlanna sést aragarúi of lofi frá æstum aðdáendum. Undanfarna viku hafa á bilinu fimm hundruð til eitt þúsund tíst birst daglega um sveitina á Twitter. Tísti um sveitina hefur fjölgað talsvert frá því að tónleikaferðalagið hófst. Vinsældir sveitarinnar á Instagram eru síst minni. Þar birtast hundruð mynda og myndbanda daglega sem merkt eru sveitinni. Flestar myndanna og myndbandanna eru af tónleikum sveitarinnar og er ljóst að hún nýtur mikillar hylli og að aðdáendur eru ákaflega sáttir með frammistöðu Of Monsters and Men.
Tónlist Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira