Þjóðareign eða ekki.is Lýður Árnason skrifar 21. maí 2015 07:00 Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun