Kaleo á ferð og flugi um Bandaríkin Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. maí 2015 09:15 Hér er Kaleo að leika ljúfa tóna á trjádrumbi í Nýju Mexíkó í aprílmánuði. Félagarnir voru að keyra í gegnum Bandaríkin og sáu þennan fallega trjádrumb og vildu ólmir taka lagið á honum. Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira