Þak yfir höfuðið Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 3. júní 2015 07:00 Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun