„Þetta er plata sem var ekki gerð á korteri“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. júní 2015 09:00 Hljómsveitin The Vaccines er ein vinsælasta hljómsveit Bretlands og var platan English Graffiti í öðru sæti breska vinsældalistans í síðustu viku. Lagið Handsome af nýju plötunni er komið með yfir milljón áhorf á YouTube og lagið If You Wanna af fyrstu plötunni yfir fimm milljónir áhorfa. nordicphots/getty Hljómsveitin The Vaccines hefur sent frá sér sína þriðju breiðskífu sem nefnist English Graffiti. Platan, sem kom út þann 25. maí síðastliðinn, hefur fengið frábærar viðtökur og frábæra dóma í erlendum miðlum og var í öðru sæti á breska vinsældalistanum í síðustu viku. „Ég er mjög sáttur við plötuna. Þetta er plata sem var ekki gerð á korteri, það var lögð miklu meiri vinna og erfiði í hana heldur en við höfum gert hingað til,“ segir Árna Hjörvar Árnason, bassaleikari hljómsveitarinnar. Eftir að önnur plata sveitarinnar, Come of Age, kom út árið 2012 tók við stíft tónleikahald um allan heim og var sveitin meira og minna á tónleikaferð í næstum tvö ár. Það var því ekki fyrr en í byrjun árs 2014 sem liðsmenn sveitarinnar fóru að hittast aftur og semja nýtt efni. „Við byrjuðum að hittast á sveitabýlum um allt Bretland í byrjun árs 2014 til að semja. Sú vinna hélt áfram fram í júní. Þá fórum við í stúdíó í Bandaríkjunum,“ segir Árni um upphaf nýju plötunnar. Eftir að sveitin hafði farið til Bandaríkjanna í upptökuferð voru hjólin farin að snúast á fullu og lagahugmyndirnar orðnar mótaðar. „Við vorum að taka upp frá júní fram í desember. Platan var að mestu klár í febrúar, þannig að það fór alveg heilt ár í þessa plötu,“ útskýrir Árni.Nýjar leiðir Fram að nýju plötunni höfðu lagasmíðarnar sjaldan komið frá fleiri en einum meðlimi sveitarinnar en breyting varð á því við gerð nýju plötunnar. „Á þessari plötu var ferlið tekið og skorið í tætlur. Við notuðum allar þær aðferðir sem fólk getur ímyndað sér við að semja. Einn daginn sömdum við allir tíu lög og svo annan daginn sömdu allir tíu riff og við völdum svo eitt. Ferlið endaði með að við vorum allir orðnir lagahöfundar.“ Dave Fridmann sá um að stýra upptökum á plötunni en hann er þekktastur fyrir að hafa unnið með hljómsveitum á borð við Mercury Rev, The Flaming Lips, Weezer og MGMT, svo nokkur nöfn séu nefnd. „Við höfðum aldrei unnið með honum áður. Við áttum samtal við hann árið 2013 og þá sýndi hann mikinn áhuga á að vinna með okkur. Samstarfið gekk mjög vel,“ segir Árni um samstarfið. Þá var Cole M. Greif-Neill aðstoðarupptökustjóri á plötunni.The Vaccines sáttir með nýju plötuna, English Graffiti.Einstakur hljóðheimur Hljómur plötunnar English Graffiti er afgerandi og stílhreinn. „Við vildum skapa sérstakan hljóðheim á plötunni. Það var mikilvægt að hafa plötuna eins og það væri ekki hægt að flytja tónlistina af henni, þá á ég við hljóðheiminn, hljóminn og „feelið“ á henni,“ útskýrir Árni. Það er því ekkert grín fyrir Árna og félaga að útsetja lögin fyrir tónleika. „Við höfum spilað sum þessi lög on og off síðan í janúar, maður kemst alveg upp með ýmislegt læf og þetta hefur gengið vel.“ Fram undan er mikið tónleikahald úti um allan heim til að fylgja plötunni eftir. „Það er tónleikferðalag bókað út árið og eitthvað inn í það næsta og út næsta sumar. Þetta er alveg eitt og hálft ár,“ segir Árni spurður út í framhaldið. Þó að mikil vinna og álag sé fram undan er Árni þakklátur fyrir að geta starfað við það sem hann elskar að gera. „Ef ég væri að kvarta eitthvað, þá væri maður aðeins farinn að missa sjónar á því hversu heppinn maður er að starfa við tónlist og fá borgað fyrir að ferðast.“ The Vaccines hefur einu sinni spilað á Íslandi, á Airwaves árið 2012, en er sveitin ekkert á leið til landsins á ný? „Það er allt of snemmt að tala um það núna. Ég er með einhverjar pælingar sem ég get ekki talað um núna. Það væri gaman að koma og spila, en þá annars staðar en í Reykjavík, fara með strákana í bústað og sýna þeim landið að sumri til.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin The Vaccines hefur sent frá sér sína þriðju breiðskífu sem nefnist English Graffiti. Platan, sem kom út þann 25. maí síðastliðinn, hefur fengið frábærar viðtökur og frábæra dóma í erlendum miðlum og var í öðru sæti á breska vinsældalistanum í síðustu viku. „Ég er mjög sáttur við plötuna. Þetta er plata sem var ekki gerð á korteri, það var lögð miklu meiri vinna og erfiði í hana heldur en við höfum gert hingað til,“ segir Árna Hjörvar Árnason, bassaleikari hljómsveitarinnar. Eftir að önnur plata sveitarinnar, Come of Age, kom út árið 2012 tók við stíft tónleikahald um allan heim og var sveitin meira og minna á tónleikaferð í næstum tvö ár. Það var því ekki fyrr en í byrjun árs 2014 sem liðsmenn sveitarinnar fóru að hittast aftur og semja nýtt efni. „Við byrjuðum að hittast á sveitabýlum um allt Bretland í byrjun árs 2014 til að semja. Sú vinna hélt áfram fram í júní. Þá fórum við í stúdíó í Bandaríkjunum,“ segir Árni um upphaf nýju plötunnar. Eftir að sveitin hafði farið til Bandaríkjanna í upptökuferð voru hjólin farin að snúast á fullu og lagahugmyndirnar orðnar mótaðar. „Við vorum að taka upp frá júní fram í desember. Platan var að mestu klár í febrúar, þannig að það fór alveg heilt ár í þessa plötu,“ útskýrir Árni.Nýjar leiðir Fram að nýju plötunni höfðu lagasmíðarnar sjaldan komið frá fleiri en einum meðlimi sveitarinnar en breyting varð á því við gerð nýju plötunnar. „Á þessari plötu var ferlið tekið og skorið í tætlur. Við notuðum allar þær aðferðir sem fólk getur ímyndað sér við að semja. Einn daginn sömdum við allir tíu lög og svo annan daginn sömdu allir tíu riff og við völdum svo eitt. Ferlið endaði með að við vorum allir orðnir lagahöfundar.“ Dave Fridmann sá um að stýra upptökum á plötunni en hann er þekktastur fyrir að hafa unnið með hljómsveitum á borð við Mercury Rev, The Flaming Lips, Weezer og MGMT, svo nokkur nöfn séu nefnd. „Við höfðum aldrei unnið með honum áður. Við áttum samtal við hann árið 2013 og þá sýndi hann mikinn áhuga á að vinna með okkur. Samstarfið gekk mjög vel,“ segir Árni um samstarfið. Þá var Cole M. Greif-Neill aðstoðarupptökustjóri á plötunni.The Vaccines sáttir með nýju plötuna, English Graffiti.Einstakur hljóðheimur Hljómur plötunnar English Graffiti er afgerandi og stílhreinn. „Við vildum skapa sérstakan hljóðheim á plötunni. Það var mikilvægt að hafa plötuna eins og það væri ekki hægt að flytja tónlistina af henni, þá á ég við hljóðheiminn, hljóminn og „feelið“ á henni,“ útskýrir Árni. Það er því ekkert grín fyrir Árna og félaga að útsetja lögin fyrir tónleika. „Við höfum spilað sum þessi lög on og off síðan í janúar, maður kemst alveg upp með ýmislegt læf og þetta hefur gengið vel.“ Fram undan er mikið tónleikahald úti um allan heim til að fylgja plötunni eftir. „Það er tónleikferðalag bókað út árið og eitthvað inn í það næsta og út næsta sumar. Þetta er alveg eitt og hálft ár,“ segir Árni spurður út í framhaldið. Þó að mikil vinna og álag sé fram undan er Árni þakklátur fyrir að geta starfað við það sem hann elskar að gera. „Ef ég væri að kvarta eitthvað, þá væri maður aðeins farinn að missa sjónar á því hversu heppinn maður er að starfa við tónlist og fá borgað fyrir að ferðast.“ The Vaccines hefur einu sinni spilað á Íslandi, á Airwaves árið 2012, en er sveitin ekkert á leið til landsins á ný? „Það er allt of snemmt að tala um það núna. Ég er með einhverjar pælingar sem ég get ekki talað um núna. Það væri gaman að koma og spila, en þá annars staðar en í Reykjavík, fara með strákana í bústað og sýna þeim landið að sumri til.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira