Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun.
Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.

Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við.
Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00.