Tímamót í íslensku tónlistarlífi? Jakob Frímann Magnússon og Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun