Tölvupóstsskrímslið Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 24. júní 2015 07:00 Stundum ætlar stórt tölvupóstsskrímsli að éta mig. Vinnupósturinn stoppar ekki. Sumir tölvupóstsdagar eru hins vegar hressari en aðrir. Sem ég sat í vinnunni hjá UNICEF á Íslandi og sendi ábendingu á fjölmiðla um börn í sárri neyð á skjálftasvæðinu í Nepal barst athyglisverður póstur. Leiðtogar vopnaðra hópa í Mið-Afríkulýðveldinu höfðu samþykkt að sleppa öllum barnahermönnum og börnum sem tengdust hópunum: Mörgum þúsundum! Þeir höfðu líka samþykkt að hætta alfarið að nýskrá börn inn í herflokkana. UNICEF hafði yfirumsjón með samkomulaginu og hafði lengi unnið að þessu. Jess! Annar póstur barst: Suður-Súdan, eitt fátækasta ríki heims, hafði fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann er grunnurinn undir allt sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gerir. Núna höfðu öll ríki Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin fullgilt þennan stórmerkilega sáttmála. Dagurinn leið. Ljósmyndir bárust frá samstarfsfólki hjá UNICEF í Nepal af risavöxnu bólusetningarátaki sem var nýhafið á skjálftasvæðinu. Mikilvægt var að reyna að koma í veg fyrir að mislingafaraldur brytist þar út. Markmið átaksins var að ná til meira en hálfrar milljónar barna hið fyrsta. Gott mál. Klukkustund síðar: Hvísl barst frá samstarfsmanni erlendis um að nokkrum dögum seinna myndi formleg yfirlýsing vera gefin út um að Líbería væri laus við ebólu: Landið sem varð verst úti í faraldrinum. Vó, frábært! Í baráttunni við ebólu hafði UNICEF meðal annars tekið þátt í að skipuleggja heimsóknir á yfir 400.000 heimili til að fræða fólk um hvernig koma mætti í veg fyrir smit og hvað ætti að gera ef smit kæmi upp. Rætt hafði verið við fleiri en eina milljón manna. Í lok dags hringdi kona í Reykjavík sem er heimsforeldri hjá UNICEF og vildi hækka mánaðarlegt framlag sitt. Spurði hvort stuðningurinn kæmi ekki örugglega að gagni. Ég játti því og sagði að dagsverk hennar væri einhvern veginn svona: Hún hefði tekið þátt í varanlegum umbótum fyrir börn í Mið-Afríkulýðveldinu, stutt neyðarhjálp í Nepal og tekið þátt í ebólubaráttu sem væri löngu horfin úr fjölmiðlum. Auk þess að leggja sitt á lóð á vogarskálarnar svo UNICEF gæti barist fyrir réttindum barna – alltaf, alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Stundum ætlar stórt tölvupóstsskrímsli að éta mig. Vinnupósturinn stoppar ekki. Sumir tölvupóstsdagar eru hins vegar hressari en aðrir. Sem ég sat í vinnunni hjá UNICEF á Íslandi og sendi ábendingu á fjölmiðla um börn í sárri neyð á skjálftasvæðinu í Nepal barst athyglisverður póstur. Leiðtogar vopnaðra hópa í Mið-Afríkulýðveldinu höfðu samþykkt að sleppa öllum barnahermönnum og börnum sem tengdust hópunum: Mörgum þúsundum! Þeir höfðu líka samþykkt að hætta alfarið að nýskrá börn inn í herflokkana. UNICEF hafði yfirumsjón með samkomulaginu og hafði lengi unnið að þessu. Jess! Annar póstur barst: Suður-Súdan, eitt fátækasta ríki heims, hafði fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann er grunnurinn undir allt sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gerir. Núna höfðu öll ríki Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin fullgilt þennan stórmerkilega sáttmála. Dagurinn leið. Ljósmyndir bárust frá samstarfsfólki hjá UNICEF í Nepal af risavöxnu bólusetningarátaki sem var nýhafið á skjálftasvæðinu. Mikilvægt var að reyna að koma í veg fyrir að mislingafaraldur brytist þar út. Markmið átaksins var að ná til meira en hálfrar milljónar barna hið fyrsta. Gott mál. Klukkustund síðar: Hvísl barst frá samstarfsmanni erlendis um að nokkrum dögum seinna myndi formleg yfirlýsing vera gefin út um að Líbería væri laus við ebólu: Landið sem varð verst úti í faraldrinum. Vó, frábært! Í baráttunni við ebólu hafði UNICEF meðal annars tekið þátt í að skipuleggja heimsóknir á yfir 400.000 heimili til að fræða fólk um hvernig koma mætti í veg fyrir smit og hvað ætti að gera ef smit kæmi upp. Rætt hafði verið við fleiri en eina milljón manna. Í lok dags hringdi kona í Reykjavík sem er heimsforeldri hjá UNICEF og vildi hækka mánaðarlegt framlag sitt. Spurði hvort stuðningurinn kæmi ekki örugglega að gagni. Ég játti því og sagði að dagsverk hennar væri einhvern veginn svona: Hún hefði tekið þátt í varanlegum umbótum fyrir börn í Mið-Afríkulýðveldinu, stutt neyðarhjálp í Nepal og tekið þátt í ebólubaráttu sem væri löngu horfin úr fjölmiðlum. Auk þess að leggja sitt á lóð á vogarskálarnar svo UNICEF gæti barist fyrir réttindum barna – alltaf, alls staðar.
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar