Að vera með í drápi en ekki líkn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun