Svona gæti Borgarlínan litið út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:00 Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. „Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt) Borgarlína Samgöngur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
„Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt)
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira