Svona gæti Borgarlínan litið út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:00 Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. „Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt) Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
„Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt)
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira