Öllu gamni fylgir nokkur alvara Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2015 09:30 Futuregrapher og Jón Ólafsson eru ánægðir með plötuna Eitt. Vísir/Stefán „Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira