Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Þessi tvítuga sundkona hefur heldur betur slegið í gegn í Kazan. Vísir/Stefán „Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn. Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn.
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55
Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10