Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Bjarki Ármannsson skrifar 2. janúar 2016 20:15 Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Vísir Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira