Tómas gefur út lag við ljóð Atómskálds Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2016 17:30 Tómas Jónsson. vísir Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira