Belgi með „bein tengsl“ við hryðjuverkaárásirnar í París hefur verið handtekinn í Marokkó. Talsmaður innanríkisráðuneytis landsins segir manninn hafa verið handtekinn í hafnarborginni Mohammedia.
Í frétt Sky News kemur fram að maðurinn sé af marokkóskum uppruna. Hann hefur ekki verið nafngreindur og hafa marokkósk yfirvöld einungis gefið upp upphafsstafi mannsins á arabísku.
Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir að maðurinn hafi barist með uppreisnarhópi Nusra-hreyfingarinnar í Sýrlandi áður en hann gekk til liðs við ISIS.
Rúmlega 130 manns féllu í hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember síðastliðinn.
Belgi með bein tengsl við árásirnar í París handtekinn í Marokkó
Atli Ísleifsson skrifar
