Heimir: Einhverntímann í ferlinu munum við misstíga okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands. vísir/skjáskot úr viðtalinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira