Sport

Hjörtur Már með nýtt Íslandsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur Már ánægður með Íslandsmetið.
Hjörtur Már ánægður með Íslandsmetið. mynd/jón björn ólafsson
Hjörtur Már Ingvarsson, úr Íþróttafélaginu Firði, gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í 100 metra baksundi í flokki S6 á Reykjavíkurleikunum í dag. Hjörtur kom í bakkann á 1:46,04 mínútum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá honum.

Sundkeppnin fór fram í Laugardalslauginni og tóku 62 sundmenn frá níu félögum þátt.

Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, var stigahæsti sundmaður mótsins en hann fékk 930 stig í 100 metra skriðsundi.

Jón Margeir tók einnig þátt í sundkeppni ófatlaðra í gær þar sem hann varð í 4. sæti í 1500 metra skriðsundi á tímanum 17:16,07.

Jón Margeir átti einnig sjötta besta tímann, 33:08, í undanrásum í 50 metra bringusundi. Báðir eru tímarnir ný Íslandsmet í S14 flokki fatlaðra sundmanna.

Það var mikið um dýrðir í Laugardalslauginni í dag.mynd/jón björn ólafsson
Jón Margeir var í miklu stuði.mynd/jón björn ólafsson
Hjörtur Már eftir að hafa sett Íslandsmetið sitt.mynd/jón björn ólafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×