Sakar Birgittu um að ausa þingmenn auri og lygum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:44 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17