Dagur íslenska táknmálsins Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:00 Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun