Atletico Madrid saxaði á forskot Barcelona á toppi deildarinnar með 0-1 sigri á erkifjendunum í Real Madrid á Santiago Bernebau í dag en Atletico hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum liðanna í deildinni.
Leikmenn Real Madrid vissu að allt annað en sigur í dag myndi endanlega gera út um vonir liðsins um að ná Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik skoraði Antonio Griezmann eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks eftir góða sendingu frá Filipe Luis.
Real Madrid er því níu stigum á eftir Barcelona en Börsungar eiga leik til góða annað kvöld.
Atletico komið með gott tak á Real Madrid í deildinni | Sjáðu markið
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

