Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-86 | Stólarnir stóðu áhlaup Keflvíkinga af sér Styrmir Gauti Fjeldsted í TM-höllinni skrifar 26. febrúar 2016 22:00 Jerome Hill var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld en hann lék með Tindastóli fyrir áramót. vísir/ernir Tindastóll vann nauman sigur á Keflavík á útivelli í kvöld eftir að hafa verið nálægt því að missa tæplega 30 stiga forystu niður undir lok leiksins. Stólarnir byrjðuðu frábærlega í fyrri hálfleik og í upphafi þriðja leikhluta. Þá hófst endurkoma Keflvíkinga sem náðu að minnka muninn í fjögur stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Það dugði þó ekki til. Tindatóll sendi skýr skilaboð með sigrinum í kvöld og ætlar sér greinilega mikið á lokaspretti deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig en leit vel út á löngum köflum í kvöld, með Myron Dempsey fremstan í flokki. Tap Keflavíkur þýðir hins vegar að það er nú orðið nánast formsatriði fyrir KR að verða deildarmeistari. KR er með 32 stig og Keflavík og Stjarnan bæði með 26 stig, þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Hill og Helgi tóku á því Jerome Hill, Bandaríkjamaður Keflvíkinga var að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól og var fyrirfram hægt að búast við skemmtilegri viðureign milli hans og Helga Viggósson en þeir tóku vel á hvorum öðrum í kvöld. Keflavík ákvað að byrja leikinn í svæðisvörn sem olli því að gestirnir fengu opin skot fyrir utan þriggja stiga línuna trekk í trekk sem þeir nýttu til fulls en þeir hittu úr fjórum þriggja stiga körfum á fyrstu fimm mínútum leiksins. Á hinum enda vallarins var Valur Orri sjóðandi en hann hitti úr fyrstu þrem þriggja stiga skotum sínum og var fljótlega kominn með 11 stig. Mikið var skorað í fyrsta leikhluta þar sem bæði lið voru að hitta rosalega vel og varnir liðanna slakar. Tindastólsmenn kláruðu 1.leikhluta af miklum krafti þar sem þeir skoruðu mikið af auðveldum körfum og leiddu þeir 24-31 að honum loknum. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta á sama krafti og þeir enduðu fyrsta. Þeim tókst fljótlega að byggja upp ágætis forskot og þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn 15 stig og öll stemmningin Tindastólsmegin. Vörn heimamanna var arfaslök á þessum tímapunkti og sóknarleikur þeirra mjög tilviljunarkenndur. Tindastóll hélt áfram að bæta í og leiddu þeir 32-56 í hálfleik. Ótrúlegar hálfleikstölur og heimamenn heillum horfnir. Atkvæðamestir í liði heimamanna í hálfleik voru þeir Valur Orri með 11 stig og Jerome Hill með 6 stig. Hjá gestunum voru margir að skila framlagi en atkvæðamestir voru þeir Helgi Freyr með 14 stig af bekknum, Dempsey með 12 stig og Lewis 10 stig.Endurkoma Keflavíkur í seinni hálfleik Ekki virtist hálfleiksræða Sigurð Ingimundar skila sér til leikamannana og þegar fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta var munurinn orðinn 25 stig og benti allt til þess að leikurinn væri einfaldlega búinn. Heimamenn voru ekki á því að gefast upp og náðu þeir ágætis kafla undir lok leikhlutans þar sem þeim tókst að minnka muninn niður í 15 stig. Á þessum kafla sat Dempsey á bekknum hjá Tindastól á kostnað Anthony og virtist það hafa mikil áhrif á leik þeirra. Staðan að loknum þriðja leikhluta 60-75. Guðmundur Jónsson var virkilega öflugur í kvöld fyrir heimamenn og var hann ekki á þeim buxunum að tapa þessum leik. Hann opnaði fjórða leikhlutann með þrist og tókst honum að rífa upp stemmninguna hjá sínum mönnum með flottum varnarleik og baráttu. Keflvíkingar bættu varnarleik sinn til muna og tókst þeim hægt og rólega að minnka muninn. Jerome Hill átti glæsilegan fjórða leikhluta og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Hill af harðfylgi og kom muninum í sex stig. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var munurinn orðinn fjögur stig, 81-85 og allt í einu komin gríðarleg spenna í leikinn. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að komast nær og unnu gestirnir að lokum mjög mikilvægan og góðan sigur 82-86.Fjórða tapið í síðustu sex leikjunum Heimamenn töpuðu með þessum leik sínum fjórða leik af síðustu sex í deildinni og virðist mikill vindur vera farinn úr liðinu. Frammistaða þeirra í fyrri hálfleik var virkilega slök en þeim tókst þó að sýna betri frammistöðu í seinni hálfleik og verður spennandi að sjá hvernig þeir mæta til leiks í næsta leik. Tindastólsmenn virðast vera komnir í gírinn eftir erfiða byrjun og var frammistaða þeirra framan af leik stórkostleg. Liðið spilaði hins vegar margfalt betur með Dempsey inni á og virðist hann henta liðinu mun betur. Hjá heimamönnum var Jerome Hill atkvæðamestur með 20 stig og 12 fráköst, Á eftir honum komu þeir Magnús Gunnarsson með 15 stig og Guðmundur Jónsson 14 stig. Hjá gestunum var Lewis með 22 stig og 8 fráköst. Myron Dempsey átti glæsilegan leik og endaði hann með 19 stig og 13 fráköst.Kári: Markmiðið að ná fjórða sætinu Kári Marísson aðstoðarþjálfari var að vonum mjög ánægður með sigurinn þó hann hafi verið óánægður með leik sinni manna í seinni hálfleik. „Við náðum ekki að fylgja eftir stórgóðum fyrri hálfleik og við verðum að spila betur en þetta sem við sýndum í seinni hálfleik. Í heildina á litið er þó hægt að vera nokkuð sáttur með leikinn þar sem við vinnum á erfiðum útivelli ásamt því að skora 86 stig. Með þessum sigri stigum við stórt skref í átt að markmiði okkar sem er að ná fjórða sætinu og fá þannig heimavallaréttinn í fyrstu umferð." Eins og frægt er orðið ákvað Tindastóll að skipta um Bandaríkjamann og fá til sín Myron Dempsey sem spilaði með þeim á síðasta tímabili. Kári kveðst ánægður með þær breytingar. „Við vissum út í hvað við vorum að fara með Dempsey, hann spilaði vel með okkur í fyrra og er mikill liðsmaður sem kann sitt hlutverk mjög vel." Tindastóll ákvað að semja einnig við Anthony Gurley áður en félagsskiptaglugginn lokaði og þar sem aðeins einn Bandaríkjamaður má vera inni á í einu spyrja sumir sig hvers vegna Tindastóll er með tvo Bandaríkjamenn. „Megin hugmyndin á bakvið það að hafa tvo mismunandi Bandaríkjamenn í liðinu er sú að við höfum í raun bara einn leikstjórnanda í honum Pétri og með Gurley fáum við annan valmöguleika í þeirri stöðu," Sagði Kári býsna hress í leikslok.Keflavík-Tindastóll 82-86 (24-31, 8-25, 28-19, 22-11)Keflavík: Jerome Hill 20/12 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 15/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Valur Orri Valsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 9/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 7, Magnús Már Traustason 6/4 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 22/8 fráköst, Myron Dempsey 19/13 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 7/6 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 4, Helgi Rafn Viggósson 4/11 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Tindastóll vann nauman sigur á Keflavík á útivelli í kvöld eftir að hafa verið nálægt því að missa tæplega 30 stiga forystu niður undir lok leiksins. Stólarnir byrjðuðu frábærlega í fyrri hálfleik og í upphafi þriðja leikhluta. Þá hófst endurkoma Keflvíkinga sem náðu að minnka muninn í fjögur stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Það dugði þó ekki til. Tindatóll sendi skýr skilaboð með sigrinum í kvöld og ætlar sér greinilega mikið á lokaspretti deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig en leit vel út á löngum köflum í kvöld, með Myron Dempsey fremstan í flokki. Tap Keflavíkur þýðir hins vegar að það er nú orðið nánast formsatriði fyrir KR að verða deildarmeistari. KR er með 32 stig og Keflavík og Stjarnan bæði með 26 stig, þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Hill og Helgi tóku á því Jerome Hill, Bandaríkjamaður Keflvíkinga var að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól og var fyrirfram hægt að búast við skemmtilegri viðureign milli hans og Helga Viggósson en þeir tóku vel á hvorum öðrum í kvöld. Keflavík ákvað að byrja leikinn í svæðisvörn sem olli því að gestirnir fengu opin skot fyrir utan þriggja stiga línuna trekk í trekk sem þeir nýttu til fulls en þeir hittu úr fjórum þriggja stiga körfum á fyrstu fimm mínútum leiksins. Á hinum enda vallarins var Valur Orri sjóðandi en hann hitti úr fyrstu þrem þriggja stiga skotum sínum og var fljótlega kominn með 11 stig. Mikið var skorað í fyrsta leikhluta þar sem bæði lið voru að hitta rosalega vel og varnir liðanna slakar. Tindastólsmenn kláruðu 1.leikhluta af miklum krafti þar sem þeir skoruðu mikið af auðveldum körfum og leiddu þeir 24-31 að honum loknum. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta á sama krafti og þeir enduðu fyrsta. Þeim tókst fljótlega að byggja upp ágætis forskot og þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn 15 stig og öll stemmningin Tindastólsmegin. Vörn heimamanna var arfaslök á þessum tímapunkti og sóknarleikur þeirra mjög tilviljunarkenndur. Tindastóll hélt áfram að bæta í og leiddu þeir 32-56 í hálfleik. Ótrúlegar hálfleikstölur og heimamenn heillum horfnir. Atkvæðamestir í liði heimamanna í hálfleik voru þeir Valur Orri með 11 stig og Jerome Hill með 6 stig. Hjá gestunum voru margir að skila framlagi en atkvæðamestir voru þeir Helgi Freyr með 14 stig af bekknum, Dempsey með 12 stig og Lewis 10 stig.Endurkoma Keflavíkur í seinni hálfleik Ekki virtist hálfleiksræða Sigurð Ingimundar skila sér til leikamannana og þegar fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta var munurinn orðinn 25 stig og benti allt til þess að leikurinn væri einfaldlega búinn. Heimamenn voru ekki á því að gefast upp og náðu þeir ágætis kafla undir lok leikhlutans þar sem þeim tókst að minnka muninn niður í 15 stig. Á þessum kafla sat Dempsey á bekknum hjá Tindastól á kostnað Anthony og virtist það hafa mikil áhrif á leik þeirra. Staðan að loknum þriðja leikhluta 60-75. Guðmundur Jónsson var virkilega öflugur í kvöld fyrir heimamenn og var hann ekki á þeim buxunum að tapa þessum leik. Hann opnaði fjórða leikhlutann með þrist og tókst honum að rífa upp stemmninguna hjá sínum mönnum með flottum varnarleik og baráttu. Keflvíkingar bættu varnarleik sinn til muna og tókst þeim hægt og rólega að minnka muninn. Jerome Hill átti glæsilegan fjórða leikhluta og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Hill af harðfylgi og kom muninum í sex stig. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var munurinn orðinn fjögur stig, 81-85 og allt í einu komin gríðarleg spenna í leikinn. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að komast nær og unnu gestirnir að lokum mjög mikilvægan og góðan sigur 82-86.Fjórða tapið í síðustu sex leikjunum Heimamenn töpuðu með þessum leik sínum fjórða leik af síðustu sex í deildinni og virðist mikill vindur vera farinn úr liðinu. Frammistaða þeirra í fyrri hálfleik var virkilega slök en þeim tókst þó að sýna betri frammistöðu í seinni hálfleik og verður spennandi að sjá hvernig þeir mæta til leiks í næsta leik. Tindastólsmenn virðast vera komnir í gírinn eftir erfiða byrjun og var frammistaða þeirra framan af leik stórkostleg. Liðið spilaði hins vegar margfalt betur með Dempsey inni á og virðist hann henta liðinu mun betur. Hjá heimamönnum var Jerome Hill atkvæðamestur með 20 stig og 12 fráköst, Á eftir honum komu þeir Magnús Gunnarsson með 15 stig og Guðmundur Jónsson 14 stig. Hjá gestunum var Lewis með 22 stig og 8 fráköst. Myron Dempsey átti glæsilegan leik og endaði hann með 19 stig og 13 fráköst.Kári: Markmiðið að ná fjórða sætinu Kári Marísson aðstoðarþjálfari var að vonum mjög ánægður með sigurinn þó hann hafi verið óánægður með leik sinni manna í seinni hálfleik. „Við náðum ekki að fylgja eftir stórgóðum fyrri hálfleik og við verðum að spila betur en þetta sem við sýndum í seinni hálfleik. Í heildina á litið er þó hægt að vera nokkuð sáttur með leikinn þar sem við vinnum á erfiðum útivelli ásamt því að skora 86 stig. Með þessum sigri stigum við stórt skref í átt að markmiði okkar sem er að ná fjórða sætinu og fá þannig heimavallaréttinn í fyrstu umferð." Eins og frægt er orðið ákvað Tindastóll að skipta um Bandaríkjamann og fá til sín Myron Dempsey sem spilaði með þeim á síðasta tímabili. Kári kveðst ánægður með þær breytingar. „Við vissum út í hvað við vorum að fara með Dempsey, hann spilaði vel með okkur í fyrra og er mikill liðsmaður sem kann sitt hlutverk mjög vel." Tindastóll ákvað að semja einnig við Anthony Gurley áður en félagsskiptaglugginn lokaði og þar sem aðeins einn Bandaríkjamaður má vera inni á í einu spyrja sumir sig hvers vegna Tindastóll er með tvo Bandaríkjamenn. „Megin hugmyndin á bakvið það að hafa tvo mismunandi Bandaríkjamenn í liðinu er sú að við höfum í raun bara einn leikstjórnanda í honum Pétri og með Gurley fáum við annan valmöguleika í þeirri stöðu," Sagði Kári býsna hress í leikslok.Keflavík-Tindastóll 82-86 (24-31, 8-25, 28-19, 22-11)Keflavík: Jerome Hill 20/12 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 15/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Valur Orri Valsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 9/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 7, Magnús Már Traustason 6/4 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 22/8 fráköst, Myron Dempsey 19/13 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 7/6 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 4, Helgi Rafn Viggósson 4/11 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira