Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2016 07:37 Vísir/Getty Bernie Sanders vann nauman sigur á Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Michigan í Bandaríkjunum í nótt, þvert á allar spár. Búist hafði verið við því að Clinton myndi vinna ríkið með um 20 prósenta mun en raunin varð önnur og Sanders hafði betur með um það bil þriggja prósenta mun.Hillary fór hins vegar létt með Sanders í hinu forvalinu sem fram fór í nótt, í Missisippi og því hefur hún aukið forskot sitt í keppninni um útnefningu flokksins. Hjá repúblikönum heldur Donald Trump áfram sigurgöngu sinni og sigraði í Mississippi og Michigan og Hawaii en Ted Cruz vann í Idaho. Nóttin var hins vegar skelfileg hjá þriðja frambjóðandanum sem talinn er eiga möguleika, Marco Rubio, sem fékk háðuglega útreið og náði ekki einu sinni þriðja sætinu í Michigan og Mississippi. Sigur Donald Trump er afgerandi þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og gagnrýni undanfarna viku. Hann hefur orðið fyrir miklum árásum frá öðrum frambjóðendum, þrýstihópum sem og öðrum Repúblikönum. Í sigurræðu sinni var Trump umkringdur af vörum sem bera nafn hans eins og steikum, vatni og víni og varði hann viðskiptasögu sína af miklum krafti. Eftir niðurstöður dagsins í dag er Hillary Clinton komin með 1.214 landsfulltrúa og Sanders með 566. Frambjóðandi Demókrata þarf 2.383 fulltrúa til að hljóta tilnefningu flokksins.Trump leiðir meðal Repúblikana með 446 fulltrúa. Cruz er með 347, Rubio með 151 og Kasich með 52. Til að hljóta tilnefningu flokksins þarf 1.237 fulltrúa. Trump um vörur sínar Blaðamannafundur Bernie Sanders eftir óvæntan sigur í Michigan Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bernie Sanders vann nauman sigur á Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Michigan í Bandaríkjunum í nótt, þvert á allar spár. Búist hafði verið við því að Clinton myndi vinna ríkið með um 20 prósenta mun en raunin varð önnur og Sanders hafði betur með um það bil þriggja prósenta mun.Hillary fór hins vegar létt með Sanders í hinu forvalinu sem fram fór í nótt, í Missisippi og því hefur hún aukið forskot sitt í keppninni um útnefningu flokksins. Hjá repúblikönum heldur Donald Trump áfram sigurgöngu sinni og sigraði í Mississippi og Michigan og Hawaii en Ted Cruz vann í Idaho. Nóttin var hins vegar skelfileg hjá þriðja frambjóðandanum sem talinn er eiga möguleika, Marco Rubio, sem fékk háðuglega útreið og náði ekki einu sinni þriðja sætinu í Michigan og Mississippi. Sigur Donald Trump er afgerandi þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og gagnrýni undanfarna viku. Hann hefur orðið fyrir miklum árásum frá öðrum frambjóðendum, þrýstihópum sem og öðrum Repúblikönum. Í sigurræðu sinni var Trump umkringdur af vörum sem bera nafn hans eins og steikum, vatni og víni og varði hann viðskiptasögu sína af miklum krafti. Eftir niðurstöður dagsins í dag er Hillary Clinton komin með 1.214 landsfulltrúa og Sanders með 566. Frambjóðandi Demókrata þarf 2.383 fulltrúa til að hljóta tilnefningu flokksins.Trump leiðir meðal Repúblikana með 446 fulltrúa. Cruz er með 347, Rubio með 151 og Kasich með 52. Til að hljóta tilnefningu flokksins þarf 1.237 fulltrúa. Trump um vörur sínar Blaðamannafundur Bernie Sanders eftir óvæntan sigur í Michigan
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira