Sjáðu hvernig Trump hvetur ítrekað til ofbeldis Bjarki Ármannsson skrifar 13. mars 2016 09:54 Donald Trump. Vísir/AFP Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent