Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Bjarki Ármannsson skrifar 29. mars 2016 13:30 „Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
„Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005.
Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48