Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2016 18:26 Lögreglan í Belgíu leitar nú ákaft af manninum í hvíta jakkanum. Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38