Segir að út frá prinsippi sé ekki munur á aflandsfélagi sínu og Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 20:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum. Panama-skjölin Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum.
Panama-skjölin Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira