„Köstum ekki dómurum í hafið fyrir ein mistök“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 12:30 Dómaratríóið í leiknum í gær. Rögnvaldur er lengst til vinstri. Vísir/Ernir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00