Engin gögn sem njóta 110 ára leyndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2016 11:26 Þjóðskalastjóri hefur ekki upplýsingar um að til séu skjöl með 110 ára leynd. Vísir/Vilhelm Þjóðskjalasafnið segir að ekki hafi reynt á ákvæði laga um opinber skjalasöfn um að tiltekin gögn geti notið 110 ára verndar. Engin gögn njóta þessarar 110 ára verndar í dag. Gögn í hinu svokallaða leyniherbergi á Alþingi þar sem finna má skjöl tengd uppgjöri þrotabúa bankanna njóta hinsvegar 80 ára verndar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn. Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar svo varpa megi ljósi á gögn sem varða uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Hefur það verið tengt við gögn sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna sem þingmenn hafa aðgang að í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis.Aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergið.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Vísir/Ernir„Engin ástæða til þess að halda þessu leyndu lengur og hvað þá í 110 ár“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir, aðspurður um væntanlegt frumvarp Framsóknarflokksins í Reykjavík síðdegis í gær, að mikilvægt væri að aflétta 110 ára leyndinni yfir þessum skjölum og tengdi hann það við leyniherbergið. „Það er leyniklefi eða leyniherbergi í þinginu þar sem geymt er mikið af gögnum sem varða stofnun nýju bankanna þegar þeir voru afhentir kröfuhöfum og eins hvernig staðið var að þessum málum í framhaldinu. Þetta eru gögn sem er mjög æskilegt að yrðu opinberuð og það sem fyrst til að fá almennilega mynd af því hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég held að menn hljóti að geta fallist á það núna að það er engin ástæða til þess að halda þessu leyndu lengur og hvað þá í 110 ár,“ sagði Sigmundur Davíð í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi eru gögnin í leyniklefanum svokallaða hins vegar afrit af gögnum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og um þau gilda því lög um opinber skjalasöfn. Á þeim hvílir ekki 110 ára leynd heldur eru þau lokuð í 80 ár. Hægt er að aflétta trúnaði af þeim með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Enn ekki reynt á ákvæði um 110 ára leynd Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalastjóri segir í raun að enn hafi ekki reynt á ákvæði um 110 ára leynd yfir gögnum sem sett var í lög um opinber skjalasöfn árið 2014.Þjóðskjalasafn Íslands.„Þegar sérstaklega stendur á getur opinbert skjalasafn ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða,“ segir í upplýsingum frá þjóðskalastjóra. Þjóðskjalasafnið segir að engin gögn njóti þessarar 110 ára verndar í dag. „Hjá Þjóðskjalasafni Íslands hefur ekki reynt enn á þetta ákvæði laga um opinber skjalasöfn, þ.e.a.s. engin gögn njóta þessarar 110 ára verndar í dag. Þjóðskjalasafn hefur ekki upplýsingar um hvort reynt hafi á greinina hjá héraðsskjalasöfnum,“ segir í upplýsingum frá þjóðskalastjóra. Í tilkynningu á vef Framsóknarflokksins þar sem áform um frumvarp flokksins um afnám 110 ára reglunnar voru kynnt er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins að mikilvægt sé að allt sé uppi á borðum varðandi uppgjör við hrunið og eftirleik þess. „Það er nauðsynlegt að fara ofan í öll þessi þjóðfélagslega mikilvægu mál, m.a. þau sem snúa að uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna og það er fagnaðarefni að nú séu uppi umræður í samfélaginu að skoða þessi mál frá hruni til dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar Daðason um málið á heimasíðu Framsóknar þegar flokkurinn kynnti áform um frumvarpið um að afnema 110 ára leyndina. Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason, þingflokksformann Framsóknarflokksins eða Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Óttast ekki að leynd verði aflétt af gögnum sem tengjast endurreisn bankanna Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu. 31. mars 2016 14:57 Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Þjóðskjalasafnið segir að ekki hafi reynt á ákvæði laga um opinber skjalasöfn um að tiltekin gögn geti notið 110 ára verndar. Engin gögn njóta þessarar 110 ára verndar í dag. Gögn í hinu svokallaða leyniherbergi á Alþingi þar sem finna má skjöl tengd uppgjöri þrotabúa bankanna njóta hinsvegar 80 ára verndar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn. Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar svo varpa megi ljósi á gögn sem varða uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Hefur það verið tengt við gögn sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna sem þingmenn hafa aðgang að í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis.Aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergið.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Vísir/Ernir„Engin ástæða til þess að halda þessu leyndu lengur og hvað þá í 110 ár“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir, aðspurður um væntanlegt frumvarp Framsóknarflokksins í Reykjavík síðdegis í gær, að mikilvægt væri að aflétta 110 ára leyndinni yfir þessum skjölum og tengdi hann það við leyniherbergið. „Það er leyniklefi eða leyniherbergi í þinginu þar sem geymt er mikið af gögnum sem varða stofnun nýju bankanna þegar þeir voru afhentir kröfuhöfum og eins hvernig staðið var að þessum málum í framhaldinu. Þetta eru gögn sem er mjög æskilegt að yrðu opinberuð og það sem fyrst til að fá almennilega mynd af því hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég held að menn hljóti að geta fallist á það núna að það er engin ástæða til þess að halda þessu leyndu lengur og hvað þá í 110 ár,“ sagði Sigmundur Davíð í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi eru gögnin í leyniklefanum svokallaða hins vegar afrit af gögnum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og um þau gilda því lög um opinber skjalasöfn. Á þeim hvílir ekki 110 ára leynd heldur eru þau lokuð í 80 ár. Hægt er að aflétta trúnaði af þeim með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Enn ekki reynt á ákvæði um 110 ára leynd Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalastjóri segir í raun að enn hafi ekki reynt á ákvæði um 110 ára leynd yfir gögnum sem sett var í lög um opinber skjalasöfn árið 2014.Þjóðskjalasafn Íslands.„Þegar sérstaklega stendur á getur opinbert skjalasafn ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða,“ segir í upplýsingum frá þjóðskalastjóra. Þjóðskjalasafnið segir að engin gögn njóti þessarar 110 ára verndar í dag. „Hjá Þjóðskjalasafni Íslands hefur ekki reynt enn á þetta ákvæði laga um opinber skjalasöfn, þ.e.a.s. engin gögn njóta þessarar 110 ára verndar í dag. Þjóðskjalasafn hefur ekki upplýsingar um hvort reynt hafi á greinina hjá héraðsskjalasöfnum,“ segir í upplýsingum frá þjóðskalastjóra. Í tilkynningu á vef Framsóknarflokksins þar sem áform um frumvarp flokksins um afnám 110 ára reglunnar voru kynnt er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins að mikilvægt sé að allt sé uppi á borðum varðandi uppgjör við hrunið og eftirleik þess. „Það er nauðsynlegt að fara ofan í öll þessi þjóðfélagslega mikilvægu mál, m.a. þau sem snúa að uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna og það er fagnaðarefni að nú séu uppi umræður í samfélaginu að skoða þessi mál frá hruni til dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar Daðason um málið á heimasíðu Framsóknar þegar flokkurinn kynnti áform um frumvarpið um að afnema 110 ára leyndina. Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason, þingflokksformann Framsóknarflokksins eða Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Óttast ekki að leynd verði aflétt af gögnum sem tengjast endurreisn bankanna Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu. 31. mars 2016 14:57 Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Óttast ekki að leynd verði aflétt af gögnum sem tengjast endurreisn bankanna Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu. 31. mars 2016 14:57
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30
Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27