AC/DC og GNR sameinuðust á sviði Coachella Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. apríl 2016 14:09 Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti. Tónlist Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti.
Tónlist Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira