Leikstjóri myndbandsins er Saga Sigurðardóttir sem fyrir lifandis löngu hefur stimplað sig inn sem einn vinsælasti ljósmyndari landsins. „Ég fékk svo Stellu Rózenkranz til að sjá um kóreógrafík og er með mjög góðan hóp dansara með mér,“ segir Sylvia yfir sig spennt fyrir frumsýningunni hér á Vísi.
Verður að teljast nokkuð óvenjulegur Beyonce bragur á myndbandinu og þar með töluvert ólíkari stemning en hefur verið ríkjandi í myndbandagerð íslenskra tónlistarmanna uppá síðkastið. Má hæglega slengja hér fram að sjón sé sögu ríkari.