Lést upp á sviði í miðjum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 12:20 Hinn litríki tónlistarmaður Papa Wemba féll frá í miðjum tónleikum á dögunum. Vísir/Getty Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira