Platan nefnist Lemonade og var kynnt í gær með klukkutíma löngum þætti á sjónvarpstöðinni HBO í Bandaríkjunum. Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd.
Platan er eingöngu gefin út á Tidal og ekki hefur verið gefið út hvenær hún koma út hjá öðrum tónlistarveitum eða hvenær verður hægt að nálgast hana á geisladiski eða vínyl.
Heimildarmenn Mashable innan tónlistargeirans í Bandaríkjunum segja líklegt að platan verði eingöngu gefin út á Tidal.
#LEMONADE the Visual Album. https://t.co/8LM6jOwNKe pic.twitter.com/eV32dUg7Pj
— BEYONCÉ (@Beyonce) April 24, 2016