MC Póló krefst diskókúlu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 16:18 Svavar Pétur tekur það ekki í mál að koma fram án þess að á staðnum sé diskókúla. Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu. Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu.
Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira