Ármann Smári: Þetta á að takast á heimamönnum en það tekur tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 09:30 „Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn