Davíð segir leigupenna hagræða sannleikanum um hrunið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 16:49 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00
Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04