Hent út af Twitter Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 19:12 Margir velta því fyrir sér hvort Azealia Banks sé að eyðileggja feril sinn með hegðun sinni á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks? Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks?
Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira