Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 16:21 Helgi Hjörvar Vísir/Ernir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“ Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“
Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58
VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22