Stóru málin fyrst, kosningar svo 29. maí 2016 12:51 Birgitta Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Valli/PJetur Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent