EM farar meðal keppenda á JJ-móti Ármanns í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 15:36 Hafdís Sigurðardóttir úr UFA. Vísir/Daníel Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira