Var staddur í fríi í Mónakó þegar hann komst í rússneska landsliðið á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 10:30 Artur Yusupov sést hér mættur á æfingu með rússneska landsliðinu. Vísir/AFP Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira