„Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 11:08 Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar ekki að mynda kosningabandalag með stjórnarandstöðunni. vísir/anton brink Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00
Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels