Stór mál bíða afgreiðslu Snærós Sindradóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu þann 6. apríl síðastliðinn að kosningar yrðu í haust. Þeir hafa síðan þurft að margítreka að þeir hyggist standa við stóru orðin. Þingflokksformaður Framsóknar segir vilja til að flýta kosningum en dagsetning þeirra velti á hvenær þingmálalisti ríkisstjórnarinnar sé tæmdur. Fréttablaðið/Ernir Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels