Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi tengdu losun fjármagnshafta. vísir/Eyþór Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira