Brock Osweiler, fyrrum leikstjórnandi Denver Broncos, þáði ekki boð um að fara með liðinu til þess að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta.
Það er hefð fyrir því að sigurvegararnir í stóru íþróttunum í Bandaríkjunum heimsæki forsetann í Hvíta húsið.
Osweiler átti sinn þátt í frábærum árangri Broncos á síðustu leiktíð er hann leysti meiddan Peyton Manning af hólmi. Manning tók svo aftur við er hann náði heilsu og fór með Broncos alla leið.
Osweiler var víst ekki sáttur við að vera bekkjaður á lokasprettinum og hann gerði síðan risasamning við Houston Texans þó svo Manning væri hættur.
Félagið bauð honum þó eðlilega með í Hvíta húsið en Osweiler afþakkaði. Ástæðan var góð enda eru æfingar hafnar hjá Texans og hann vill ekki missa af einum degi með sínu nýja félagi.
Afþakkaði ferð í Hvíta húsið með Broncos
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



