Keypti tvo miða á sjöunda leikinn á 6,2 milljónir stykkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:00 LeBron James treður boltanum í körfuna í síðasta leik. Vísir/Getty Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers mætast annað kvöld í hreinum úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn í körfubolta en leikurinn fer fram á heimavelli Golden State í Oracle höllinni í Oakland. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að áhuginn sé mikill á þessum leik í Bandaríkjunum en sumir eru svo áhugasamir að þeir eru tilbúnir að borga himinháar upphæðir fyrir miða á leikinn. Miðasöluvefurinn StubHub sagði ESPN frá því að einn efnaður körfuboltaáhugamaður hafi sett nýtt met þegar hann keypti tvo miða á þennan leik á 49.500 dollara eða 6,2 milljónir stykkið. Leikurinn er 48 mínútur þannig að hver mínúta á leikklukkunni kostar umræddan körfuboltaáhugamann 128 þúsund krónur. Gamla metið var 37 þúsund dollarar fyrir miða á fjórða leik Los Angeles Lakers og Boston Celtics í lokaúrslitunum 2008. Það þarf ekkert að taka það fram að öll þessi sæti eru á besta stað á gólfinu. StubHub seldi einnig miða á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao fyrir 35 þúsund dollara en allar þær 4,4 milljónir hefðu ekki dugað til að hreppa umrædda miða á úrslitaleik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors komst í 2-0 og 3-1 í einvíginu en Cleveland Cavaliers hefur unnið tvo síðustu leiki þar sem LeBron James hefur verið stórkostlegur. Sjöundi leikurinn hefst á miðnætti annað kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers mætast annað kvöld í hreinum úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn í körfubolta en leikurinn fer fram á heimavelli Golden State í Oracle höllinni í Oakland. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að áhuginn sé mikill á þessum leik í Bandaríkjunum en sumir eru svo áhugasamir að þeir eru tilbúnir að borga himinháar upphæðir fyrir miða á leikinn. Miðasöluvefurinn StubHub sagði ESPN frá því að einn efnaður körfuboltaáhugamaður hafi sett nýtt met þegar hann keypti tvo miða á þennan leik á 49.500 dollara eða 6,2 milljónir stykkið. Leikurinn er 48 mínútur þannig að hver mínúta á leikklukkunni kostar umræddan körfuboltaáhugamann 128 þúsund krónur. Gamla metið var 37 þúsund dollarar fyrir miða á fjórða leik Los Angeles Lakers og Boston Celtics í lokaúrslitunum 2008. Það þarf ekkert að taka það fram að öll þessi sæti eru á besta stað á gólfinu. StubHub seldi einnig miða á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao fyrir 35 þúsund dollara en allar þær 4,4 milljónir hefðu ekki dugað til að hreppa umrædda miða á úrslitaleik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors komst í 2-0 og 3-1 í einvíginu en Cleveland Cavaliers hefur unnið tvo síðustu leiki þar sem LeBron James hefur verið stórkostlegur. Sjöundi leikurinn hefst á miðnætti annað kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira