Hreinn úrslitaleikur um NBA-titilinn á sunnudaginn | LeBron James rosalegur í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2016 03:50 LeBron James skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira