Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. júní 2016 20:30 Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði. Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði.
Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16
Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00
Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48
Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07
Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15