Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. júní 2016 20:30 Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði. Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Þó að íslenska landsliðstreyjan hafi verið nokkuð umdeild til að byrja með má með sanni segja að búið sé að taka hana í sátt og rúmlega það. Þessi fagurbláa treyja er heitasta flík sumarsins og uppseld víðast hvar. Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. „Það hefur verið góð sala í verslunum út um alla Evrópu. Meira að segja alveg niður til Ástralíu. Eftir sigurleikinn við England þá hefur símakerfið hreinlega sprungið og það eru fyrirspurnir að koma inn allstaðar að úr heiminum, sportvöruverslanir, litlar og stórar. Ég fékk meira að segja póst frá Grænlandi. Það er eitthvað se ég átti ekki von á. Viðbrögðin eru ótrúleg.“ Þorvaldur segir að væntingarnar hafi verið miklar til að byrja með en að enginn hafi gert ráð fyrir svo mikilli sölu. Yfir tuttugu þúsund treyjur hafa selst hér á landi og yfir fimm þúsund erlendis. „Það er mjög erfitt að anna eftirspurn. Það er framleitt allan sólarhringinn. Treyjan er framleidd í Evrópu og allt sem við höfum framleitt selst. Nánast áður en við komum því úr framleiðslu,“ segir Þorvaldur.Búningarnir sem strákarnir okkar klæðast á sunnudaginn bíða þess að verða merktir áður en farið verður með þá til Parísar.Búningar strákanna sendir með handfarangri til Parísar fyrir leikinn Strákarnir okkar spila í hvítum búningum á sunnudaginn. Verið er að sérmerkja þá fyrir leikinn eftir kúnstarinnar reglum og mun Þorvaldur svo sjálfur fara með þá í handfarangri til Parísar fyrir leikinn. Von er á nýrri treyjusendingu á föstudag. Einhverjar þeirra verða seldar í íþróttaverslunum en stór hluti hefur nú þegar verið seldur í forsölu. En Þorvaldur segir fleiri möguleika í stöðunni. „Það eru bæði til stuðningsbolir og bolirnir sem strákarnir hita upp í. Bara hafa stúkuna bláa, bláa hafið,“ segir hann kátur í bragði.
Tengdar fréttir Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16 Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn Landsliðstreyjan er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. 28. júní 2016 13:16
Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00
Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. 29. júní 2016 16:48
Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07
Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Stúkurnar í Frakklandi eru áberandi flottar þegar myndavélin beinist að íslensku stuðningsmönnunum. 28. júní 2016 14:15