Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2016 22:35 Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir. vísir/epa „Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“ Fréttir af flugi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“
Fréttir af flugi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira