Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 11:17 Atvikið í Laugarneskirkju hefur meðal annars haft þær afleiðingar að nú nötrar allt og skelfur, bæði innan lögreglunnar sem og kirkjunnar. Svo virðist sem þjóðkirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. Til marks um það hefur nú Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagt sig úr þjóðkirkjunni -- vegna viðbragða biskups við atvikinu í Laugarneskirkju, og samskipta við kirkjuyfirvöld í kjölfarið. „Já, ég ætla nú ekki að tjá mig um það,“ sagði Ólafur Helgi þegar Vísir leitaði viðbragða hans við þessu. Hann vísar til þess að trú sé einkamál hvers og eins.Ólga innan lögreglunnarHins vegar þarf ekki að fara í grafgötur með það hvað varð til þess að Ólafur Helgi sagði sig úr kirkjunni. En Ólafur Helgi hefur verið mikill stuðningsmaður þjóðkirkjunnar í gegnum tíðina.Ólafur Helgi lögreglustjóri. Úrsögn hans úr þjóðkirkjunni er birtingarmynd þess hversu umdeilt málið er.Þessi úrsögn má heita til marks um mikla ólgu innan lögreglunnar vegna málsins. Og Vísir hefur heimildir fyrir því að ýmsir lögregluþjónar séu að velta fyrir sér sinni stöðu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í viðtali við RÚV að prestar þjóðkirkjunnar ættu að fá áminningu í starfi fyrir kirkjugriðin. „Þarna er lögregla að framfylgja löglegum ákvörðunum yfirvalda, byggða á lögum. Og lögreglan kemur þarna í skyldustörfum til að framkvæma þessa ákvörðun sem þeim er falið að framkvæma, og þeim er stillt upp eins og einhverjum fasistum,“ segir Helgi.Vísir birti ítarlegt viðtal við Helga Magnús þar sem hann segir meðal annars: „En á þjóðkirkjan sem stofnun að standa í svona aðgerðum á einhverjum fráleitum lagalegum grundvelli? Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðkirkjuna en mér finnst hún vera komin algerlega út í móa þarna.“ Helgi Magnús segir hugtakið kirkjugrið ekki standast og hann furðar sig á því að fjölmiðlamenn hafi verið boðaðir til að vera viðstaddir.Agnes stendur með prestum þjóðkirkjunnar Víst er að hans sjónarmið, sem segja má að séu ráðandi innan lögreglunnar, stangist algerlega á við þá sýn sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands hefur um málið að segja.Agnes biskup. Óhjákvæmilega er hún nú sem milli steins og sleggju, því vandséð er hvernig hægt er að sætta mismunandi sjónarmið í þessu máli.Hún sagði þetta í samtali við Fréttatímann: „Ég stend með prestum innan Þjóðkirkjunnar sem styðja hælisleitendur, en ég styð það ekki að þeir brjóti lög. Ég styð það til að mynda ekki að þeir þegi yfir ofbeldi, það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ segir Agnes. Biskup var jafnframt í viðtali um málið á Bylgjunni, eins og Vísir greindi ítarlega frá, og ítrekaði þar þá afstöðu sína að kirkjan hlyti að standa með þeim sem standa höllum fæti. En, það stæði ekki til að kirkjan ætlaði í stríð við yfirvöld. En, þessi sjónarmið gæti reynst erfitt að sætta. Hún ætlar að fara fram á samræðu við þær stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna, meðal annars Útlendingastofnun.Gústaf Nielsson hefur sagt sig úr þjóðkirkjunniReyndar er straumur úr þjóðkirkjunni núna. Þjóðkirkjan hefur mátt sæta viðvarandi gagnrýni nú um langt skeið, hún hefur til að mynda verið sökuð um afturhald í málefnum samkynhneigðra og þetta hefur svo verði tengt kröfunni um aðskilnað ríkis og kirkju. Nú bregður hins vegar svo við að hópurinn sem er afar ósáttur, og telur kirkjan vera komin í stríð við sjálfan umbjóðanda sinn, ríkið, er einmitt sá hópur sem staðið hefur þéttast við við bak kirkjunnar.Gústaf Níelsson, einn eindregnasti stuðningsmaður þjóðkirkjunnar er farinn og presta greinir á um málið.Gústaf Níelsson, þjóðþekktur álitsgjafi sem hefur staðið þétt að baki þjóðkirkjunni og vísað til mikilvægis hennar í umræðu um innflytjendamál, hann er búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og segir það sína söguna. Helstu stuðningsmenn þjóðkirkjunnar eru afar ósáttir. Gústaf segir, í samtali við Vísi, þetta hafa verið stórt skref fyrir sig að stíga. „En, mér varð þá ljóst að kirkjan er undir óstjórn.“ Þessi þáttur er ekki síst athyglisverður; þeir sem helst tala fyrir fjölmenningu, og þetta mál hefur vissulega verið sett í slíkt samhengi, eru ekkert endilega miklir stuðningsmenn þjóðkirkjunnar. Ætla má eðli máls samkvæmt að meirihluti þeirra vilji aðskilnað ríkis og kirkju. Málið er ákaflega umdeilt innan kirkjunnar, fullyrða má að fjölmargir prestar séu ósáttir við hvernig mál hafa þróast. Séra Kristinn Jens Sigþórsson er einn þeirra presta sem hefur gagnrýnt atvikið. „Mín gagnrýni er helst sú, að kirkjugrið ættu ekki lengur við í okkar þjóðfélagi; hefðu tilheyrt löngu liðnum tíma,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki skoðað sérstaklega viðbrögð biskups, en hann er til þess að gera nýlega kominn heima eftir að hafa farið utan til að sjá Englandsleikinn fræga í Frakklandi.PR-stönt kirkjunnar?Svo eru þeir prestar sem styðja heilshugar þennan gerning Kristínar Þóru Tómasdóttur, sóknarprests í Laugarneskirkju, en Davíð Þór Jónsson héraðsprestur fyrir austan er einn þeirra. Davíð Þór var í ítarlegu viðtali um málið í Harmageddon í gær. Hann vill meina að þarna hafi menn í sálarháska verið að leita til kirkjunnar á ögurstundu í sínu lífi. Kirkjan verði að bregðast við því. Davíð Þór átti reyndar erfitt með að svara spurningum um það hvort þarna væri hugsanlega um „PR-stönd“ kirkjunnar að ræða, og sérstaklega hafi verið boðaðir ljósmyndarar og fréttamenn á staðinn – en hann segir þó að kirkjan veki alla jafna athygli á öllu sínu helgihaldi og starfi. Og ef fréttamönnum þyki það fréttnæmt, þá sé þeim frjálst að koma til kirkju. Flóttamenn Tengdar fréttir Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Svo virðist sem þjóðkirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. Til marks um það hefur nú Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagt sig úr þjóðkirkjunni -- vegna viðbragða biskups við atvikinu í Laugarneskirkju, og samskipta við kirkjuyfirvöld í kjölfarið. „Já, ég ætla nú ekki að tjá mig um það,“ sagði Ólafur Helgi þegar Vísir leitaði viðbragða hans við þessu. Hann vísar til þess að trú sé einkamál hvers og eins.Ólga innan lögreglunnarHins vegar þarf ekki að fara í grafgötur með það hvað varð til þess að Ólafur Helgi sagði sig úr kirkjunni. En Ólafur Helgi hefur verið mikill stuðningsmaður þjóðkirkjunnar í gegnum tíðina.Ólafur Helgi lögreglustjóri. Úrsögn hans úr þjóðkirkjunni er birtingarmynd þess hversu umdeilt málið er.Þessi úrsögn má heita til marks um mikla ólgu innan lögreglunnar vegna málsins. Og Vísir hefur heimildir fyrir því að ýmsir lögregluþjónar séu að velta fyrir sér sinni stöðu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í viðtali við RÚV að prestar þjóðkirkjunnar ættu að fá áminningu í starfi fyrir kirkjugriðin. „Þarna er lögregla að framfylgja löglegum ákvörðunum yfirvalda, byggða á lögum. Og lögreglan kemur þarna í skyldustörfum til að framkvæma þessa ákvörðun sem þeim er falið að framkvæma, og þeim er stillt upp eins og einhverjum fasistum,“ segir Helgi.Vísir birti ítarlegt viðtal við Helga Magnús þar sem hann segir meðal annars: „En á þjóðkirkjan sem stofnun að standa í svona aðgerðum á einhverjum fráleitum lagalegum grundvelli? Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðkirkjuna en mér finnst hún vera komin algerlega út í móa þarna.“ Helgi Magnús segir hugtakið kirkjugrið ekki standast og hann furðar sig á því að fjölmiðlamenn hafi verið boðaðir til að vera viðstaddir.Agnes stendur með prestum þjóðkirkjunnar Víst er að hans sjónarmið, sem segja má að séu ráðandi innan lögreglunnar, stangist algerlega á við þá sýn sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands hefur um málið að segja.Agnes biskup. Óhjákvæmilega er hún nú sem milli steins og sleggju, því vandséð er hvernig hægt er að sætta mismunandi sjónarmið í þessu máli.Hún sagði þetta í samtali við Fréttatímann: „Ég stend með prestum innan Þjóðkirkjunnar sem styðja hælisleitendur, en ég styð það ekki að þeir brjóti lög. Ég styð það til að mynda ekki að þeir þegi yfir ofbeldi, það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ segir Agnes. Biskup var jafnframt í viðtali um málið á Bylgjunni, eins og Vísir greindi ítarlega frá, og ítrekaði þar þá afstöðu sína að kirkjan hlyti að standa með þeim sem standa höllum fæti. En, það stæði ekki til að kirkjan ætlaði í stríð við yfirvöld. En, þessi sjónarmið gæti reynst erfitt að sætta. Hún ætlar að fara fram á samræðu við þær stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna, meðal annars Útlendingastofnun.Gústaf Nielsson hefur sagt sig úr þjóðkirkjunniReyndar er straumur úr þjóðkirkjunni núna. Þjóðkirkjan hefur mátt sæta viðvarandi gagnrýni nú um langt skeið, hún hefur til að mynda verið sökuð um afturhald í málefnum samkynhneigðra og þetta hefur svo verði tengt kröfunni um aðskilnað ríkis og kirkju. Nú bregður hins vegar svo við að hópurinn sem er afar ósáttur, og telur kirkjan vera komin í stríð við sjálfan umbjóðanda sinn, ríkið, er einmitt sá hópur sem staðið hefur þéttast við við bak kirkjunnar.Gústaf Níelsson, einn eindregnasti stuðningsmaður þjóðkirkjunnar er farinn og presta greinir á um málið.Gústaf Níelsson, þjóðþekktur álitsgjafi sem hefur staðið þétt að baki þjóðkirkjunni og vísað til mikilvægis hennar í umræðu um innflytjendamál, hann er búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og segir það sína söguna. Helstu stuðningsmenn þjóðkirkjunnar eru afar ósáttir. Gústaf segir, í samtali við Vísi, þetta hafa verið stórt skref fyrir sig að stíga. „En, mér varð þá ljóst að kirkjan er undir óstjórn.“ Þessi þáttur er ekki síst athyglisverður; þeir sem helst tala fyrir fjölmenningu, og þetta mál hefur vissulega verið sett í slíkt samhengi, eru ekkert endilega miklir stuðningsmenn þjóðkirkjunnar. Ætla má eðli máls samkvæmt að meirihluti þeirra vilji aðskilnað ríkis og kirkju. Málið er ákaflega umdeilt innan kirkjunnar, fullyrða má að fjölmargir prestar séu ósáttir við hvernig mál hafa þróast. Séra Kristinn Jens Sigþórsson er einn þeirra presta sem hefur gagnrýnt atvikið. „Mín gagnrýni er helst sú, að kirkjugrið ættu ekki lengur við í okkar þjóðfélagi; hefðu tilheyrt löngu liðnum tíma,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki skoðað sérstaklega viðbrögð biskups, en hann er til þess að gera nýlega kominn heima eftir að hafa farið utan til að sjá Englandsleikinn fræga í Frakklandi.PR-stönt kirkjunnar?Svo eru þeir prestar sem styðja heilshugar þennan gerning Kristínar Þóru Tómasdóttur, sóknarprests í Laugarneskirkju, en Davíð Þór Jónsson héraðsprestur fyrir austan er einn þeirra. Davíð Þór var í ítarlegu viðtali um málið í Harmageddon í gær. Hann vill meina að þarna hafi menn í sálarháska verið að leita til kirkjunnar á ögurstundu í sínu lífi. Kirkjan verði að bregðast við því. Davíð Þór átti reyndar erfitt með að svara spurningum um það hvort þarna væri hugsanlega um „PR-stönd“ kirkjunnar að ræða, og sérstaklega hafi verið boðaðir ljósmyndarar og fréttamenn á staðinn – en hann segir þó að kirkjan veki alla jafna athygli á öllu sínu helgihaldi og starfi. Og ef fréttamönnum þyki það fréttnæmt, þá sé þeim frjálst að koma til kirkju.
Flóttamenn Tengdar fréttir Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01