Gipsy Kings kemur aftur til Íslands Guðrún Ansnes skrifar 7. júlí 2016 07:00 Kóngarnir verða væntanlega ekki lengi að fylla Hörpu en Þorsteinn segir tónleikana fullkominn djammlokasprett á sumrinu. Vísir/Getty „Sjálfur þekki ég umboðsmanninn sem hefur unnið með þeim gegnum árin og hann er búinn að tala endalaust um að snúa aftur til Íslands,“ segir Þorsteinn Stephensen, athafnamaður og tónleikahaldari, sem nú stendur fyrir komu frönsku sveitarinnar Gipsy King til landsins. Lesendur sem ekki kveikja á perunni gætu eflaust gert það þegar smellurinn Bamboleo er nefndur á nafn, nú eða Djobi Djoba, en báðir hafa smitast kynslóða á milli. Sveitin er ansi skemmtileg fyrir ýmsar sakir, til dæmis að spila poppaða flamengótónlist. Og þrátt fyrir að vera franskir að upplagi, passa meðlimir hennar upp á að spænskur og andalúsískur hreimur séu allsráðandi. Þannig halda þeir þéttingsfast í ræturnar, sígaunaræturnar. Nafn sveitarinnar ætti þar með að útskýra sig nokkuð sjálft.Þorsteinn Stephensen segist sjálfur aldrei hafa séð bandið á sviði. Nú verður sannarlega breyting á. Fréttablaðið/Hörður„Þeir komu til landsins fyrir um tuttugu árum og spiluðu þá á Listahátíð. Tónleikarnir fóru fram í Laugardalshöllinni og þeir stútfylltu hana þá. Sem ekki var á allar færi á þeim tíma. Þeir áttu náttúrulega risastóra smelli á sínum tíma. Voru spilaðir út í eitt í partíum hérna heima,“ útskýrir Þorsteinn sem á ekki von á öðru en að fólk verði fljótt að taka við sér þegar miðasala fer af stað í dag. Tónleikarnir sjálfir verði laugardagskvöldið 27. ágúst næstkomandi. „Þetta verður skemmtilegt. Hljómsveitin er ansi litrík, en Manolo, aðaltýpan, kemur og með honum sígaunavinir hans. Hljómsveitarskipanin hefur verið ansi laus í reipum en þetta eru þrjár fjölskyldur frænda og tengslin þeirra sem hafa verið sundur og saman í gegnum feril sveitarinnar. Það hefur sannarlega gengið á ýmsu,“ útskýrir hann og skellir upp úr. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1982 og í heildina hafa sígaunakóngarnir sent frá sér heilar nítján plötur. Sú síðasta kom út árið 2006 svo ekki er óeðlilegt að sveitin hafi ýmsa fjöruna sopið yfir þetta drjúga tímabil. Túrar sveitarinnar hafa verið nokkuð reglulegir, með nokkuð reglulegum pásum. Nú hefur sveitin hins vegar sölsað undir sig Evrópu og loks er komið að því að endurnýja gömul kynni við íslenska aðdáendur. Aðspurður um hver markhópurinn sé í þetta skiptið segist hann telja líklegt að áhorfendahópurinn eldist vel með sveitinni. Það sé því kannski ekki að tilhæfulausu sem tónleikarnir fari fram í merktum sætum í Hörpu. „Fólk getur þá setið og notið sín en staðið upp og hrist sig eftir þörfum. Þetta er fullkomin leið til að loka sumrinu og það verður auðvitað mjög flott að sjá þá í þessu frábæra húsi sem Harpa er. Hún hentar fullkomlega í þetta,“ segir Þorsteinn og segist afar spenntur fyrir að sjá hvernig viðtökur sveitin fái. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Sjálfur þekki ég umboðsmanninn sem hefur unnið með þeim gegnum árin og hann er búinn að tala endalaust um að snúa aftur til Íslands,“ segir Þorsteinn Stephensen, athafnamaður og tónleikahaldari, sem nú stendur fyrir komu frönsku sveitarinnar Gipsy King til landsins. Lesendur sem ekki kveikja á perunni gætu eflaust gert það þegar smellurinn Bamboleo er nefndur á nafn, nú eða Djobi Djoba, en báðir hafa smitast kynslóða á milli. Sveitin er ansi skemmtileg fyrir ýmsar sakir, til dæmis að spila poppaða flamengótónlist. Og þrátt fyrir að vera franskir að upplagi, passa meðlimir hennar upp á að spænskur og andalúsískur hreimur séu allsráðandi. Þannig halda þeir þéttingsfast í ræturnar, sígaunaræturnar. Nafn sveitarinnar ætti þar með að útskýra sig nokkuð sjálft.Þorsteinn Stephensen segist sjálfur aldrei hafa séð bandið á sviði. Nú verður sannarlega breyting á. Fréttablaðið/Hörður„Þeir komu til landsins fyrir um tuttugu árum og spiluðu þá á Listahátíð. Tónleikarnir fóru fram í Laugardalshöllinni og þeir stútfylltu hana þá. Sem ekki var á allar færi á þeim tíma. Þeir áttu náttúrulega risastóra smelli á sínum tíma. Voru spilaðir út í eitt í partíum hérna heima,“ útskýrir Þorsteinn sem á ekki von á öðru en að fólk verði fljótt að taka við sér þegar miðasala fer af stað í dag. Tónleikarnir sjálfir verði laugardagskvöldið 27. ágúst næstkomandi. „Þetta verður skemmtilegt. Hljómsveitin er ansi litrík, en Manolo, aðaltýpan, kemur og með honum sígaunavinir hans. Hljómsveitarskipanin hefur verið ansi laus í reipum en þetta eru þrjár fjölskyldur frænda og tengslin þeirra sem hafa verið sundur og saman í gegnum feril sveitarinnar. Það hefur sannarlega gengið á ýmsu,“ útskýrir hann og skellir upp úr. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1982 og í heildina hafa sígaunakóngarnir sent frá sér heilar nítján plötur. Sú síðasta kom út árið 2006 svo ekki er óeðlilegt að sveitin hafi ýmsa fjöruna sopið yfir þetta drjúga tímabil. Túrar sveitarinnar hafa verið nokkuð reglulegir, með nokkuð reglulegum pásum. Nú hefur sveitin hins vegar sölsað undir sig Evrópu og loks er komið að því að endurnýja gömul kynni við íslenska aðdáendur. Aðspurður um hver markhópurinn sé í þetta skiptið segist hann telja líklegt að áhorfendahópurinn eldist vel með sveitinni. Það sé því kannski ekki að tilhæfulausu sem tónleikarnir fari fram í merktum sætum í Hörpu. „Fólk getur þá setið og notið sín en staðið upp og hrist sig eftir þörfum. Þetta er fullkomin leið til að loka sumrinu og það verður auðvitað mjög flott að sjá þá í þessu frábæra húsi sem Harpa er. Hún hentar fullkomlega í þetta,“ segir Þorsteinn og segist afar spenntur fyrir að sjá hvernig viðtökur sveitin fái.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira